Viðskiptasendinefnd til Nuuk, 26.-28. apríl

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir ferð viðskiptasendinefndar til Nuuk á Grænlandi 26. – 28. apríl síðastliðinn sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, nýsköpunar og iðnaðar leiddi.

Fulltrúar eftirtalinna fyrirtækja voru með í för, en færri komumst með en vildu sökum takmarkaðs sætaframboðs til Nuuk; 66°N, Bananar, Byko, Centra fyrirtækjaráðgjöf, Colas, Efla, Eimskip, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Cargo, Innnes, Isavia, Íslandsbanki, Ístak, Landsbankinn, Landsvirkjun og Verkís hf. auk fulltrúa samstarfsaðila Grænlensk-íslenska viðskiptráðsins, Íslandsstofu og Viðskiptaráði Íslands.

Grænlensk fyrirtæki og stofnanir tóku feykilega vel á móti sendinefndinni sem heimsótti eftirtalda aðila; Greenland Business Association, Air Greenland, Brugsen, Nukissiorfiit, Royal Arctic Line og Pisiffik. En þess utan hitt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherrann, Vivian Motzfeld, sem jafnframt er varaformaður Siumut flokksins.

Aðalræðismaður Íslands á Grænlandi, Þorbjörn Jónsson bauð íslenskum fyrirtækjum til móttöku fyrri daginn og utanríkisráðherra, Vivian Motzfeld bauð íslenskum athafna- og embættismönnum á Grænlandi til móttöku seinni daginn.

Mikil tækifæri eru til samstarfs milli Íslands og Grænlands og verður spennandi að sjá samstarf fyrirtækja innan ólíkra greina vaxa og dafna.

Hægt er að sjá myndir frá ferðinni hér.

Einnig má finna nokkur erindi hér að neðan:

Erindi Mr. Christian Keldsen, Greenland Business Assosiation
Erindi Mr. Jakob Nitter Sørensen, Air Greenland
Erindi Mr. Verner Hammeken, Royal Arctic Line
Erindi: Mr. Karl Andreassen, Ístak
Erindi Mr. Hans Rowedder

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100