Um okkur.
Sænsk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað í Reykjavík í júní árið 1997. Tilgangur með stofnun þess var kynna og hvetja viðskiptatengsl milli Íslands og Svíþjóðar. Um 40 fyrirtæki og einstaklingar úr ýmsum greinum atvinnulífsins voru stofnfélagar en á árunum sem liðið hafa hefur félögum fjölgað jafnt og þétt. Markmið Til að SÍV megi ná tilætluðum árangri felst starfsemi þess einkum í að:
Tilgangur og verkefni
Tilgangur félagsins er að efla viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Félagið mun leitast við að starfa með þeim félögum á Íslandi og í Svíþjóð, sem vinna að hliðstæðum verkefnum. Til að stuðla að þessum markmiðum mun félagið, eftir efnum og ástæðum, standa fyrir fræðslufundum og ráðstefnum, kynnisferðum milli landanna, vörusýningum í báðum löndum, svo og útgáfustarfsemi til að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi félagsins svo og atvinnulíf, fjárfestingamöguleika og viðskiptamöguleika í Svíþjóð og á Íslandi.
Félagið mun jafnframt leitast við að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum á Íslandi og í Svíþjóð.
Stjórn ráðsins.
Formaður:
Jóhann G. Jóhannsson, Alvogen
Stjórnarmeðlimir á Íslandi:
Estrid Brekkan, Utanríkisráðuneytið
Ragnheiður Magnúsdóttir, Nordic Ignite
Stjórnarmeðlimir í Svíþjóð:
Björn Zöega, Stockholm Spine Center AB
Haukur Johnson, Íslenska sendiráðið Stokkhólmi
Laura Gabrielsson Pálsdóttir, Independia Law firm.
Sænsk-íslenska viðskiptaráðið
Hús atvinnulífsins
Borgartúni 35, 5. hæð
105 Reykjavík