Um okkur.

Tilgangur félagsins er að efla viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Félagið mun leitast við að starfa með þeim félögum á Íslandi og í Rússlandi, sem vinna að hliðstæðum verkefnum. Til að stuðla að þessum markmiðum mun félagið, eftir efnum og ástæðum, standa fyrir fræðslufundum og ráðstefnum og veita upplýsingar um atvinnulíf, fjárfestingarmöguleika og viðskiptamöguleika í Rússlandi og á Íslandi.

Í samræmi við markmið ráðsins skal það m.a. vinna að eftirfarandi:


  • Skipuleggja fundi og ráðstefnur er varða almenn málefni milli landanna tveggja.
  • Skipuleggja heimsóknir aðila í viðskiptalífinu til beggja landa.
  • Standa vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart rússneskum og íslenskum yfirvöldum.
  • Veita beina þjónustu samkvæmt ákvörðun stjórnar, þ.e. veita upplýsingar um viðskiptatengiliði, aðstoða við að koma á viðskiptatengslum á milli fyrirtækja og dreifa upplýsingum er varða viðskipti í löndunum tveimur.

Stjórn ráðsins.

Stjórnarmeðlimir:

Ársæll Harðarson, Icelandair

Bergur Guðmundsson, Marel

Gunnþór Ingvason, Síldarvinnslan

Natalia Yukhnovskaya, iCan

Pétur Jakob Pétursson, Héðinn