Tækifæri á kanadíska markaðnum fyrir íslensk fyrirtæki

Íslandsstofa og Sendiráð Íslands í Ottawa standa fyrir kynningafund á vefnum um tækifæri á kanadíska markaðnum fyrir íslensk fyrirtæki í dag, þann 26. nóvember kl. 15:00-16:15. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Grow Trade Consulting.

Á fundinum verður farið yfir helstu atvinnugreinar sem tengjast útflutningsáherslum Íslands, þar á meðal endurnýjanlega orku, nýsköpun, matvælaiðnað og ferðaþjónustu.

Einnig verður fjallað um stöðu markaðarins, regluverk og atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við inngöngu á kanadíska markaðinn.

GrowTrade consulting mun jafnframt kynna þjónustu sem íslensk fyrirtæki hafa aðgang að í gegnum samstarf fyrirtækisins við Íslandsstofu.

Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.  Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.

Vinsamlega skráið þátttöku hér.

Dagskrá:

  • Tækifæri í lykilgreinum á kanadíska markaðnum
  • Innsýn í regluverk og stöðuna í Kanada
  • Atriði til að hafa í huga við inngöngu á markaðinn
  • Þjónusta GrowTrade Consulting til íslenskra fyrirtækja
{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið (CAIS)

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík