Efldu tengslanetið og komdu á flug með Kanadísk-íslenska viðskiptaráðinu

Markmið Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins er að efla viðskiptatengsl á milli Kanada og Íslands ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar og viðskipta.

Þriðjudaginn, 18. nóvember kl. 17:00 býður Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið upp á vettvang til að efla tengslanetið og veitir innsýn inn í stórbrotið landslag Kanada í spennandi flugferð yfir kanadísku Klettafjöllin - Call of the Canadian Rockies.  

Kanadíska sendiráðið á Íslandi býður gestum upp á léttar veitingar. Gestum er boðið að svífa yfir kanadísku þjóðgarðana, Banff, Jasper og Yoho og upplifa stórbrotið landslag með tignarlegum tindum og fornum jöklum sem lifna við á ferðalagi með FlyOver Iceland sem blandar saman náttúru, menningu og einskærri gleði. 

Hjá FlyOver Iceland notar þú fjölmörg skynfæri við upplifunina.  Þú horfir ekki eingöngu á kvikmynd - heldur upplifir hana. Nýstárleg hreyfanleg sæti, risavaxinn kúlulaga skjár og sérstök áhrif eins og vindur, mistur og ilmur skapa ótrúlega tilfinningu um að fljúga. Í Call of the Canadian Rockies flytur tæknin þig djúpt inn í landslag Kanada. Á leiðinni eru heillandi sögur afhjúpaðar og ósviknar raddir frá fólkinu sem býr í Klettafjöllunum anda þessara tignarlegu fjalla.

Hvenær: þriðjudaginn, 18.nóvember kl. 17:00-18:30

Hvar:  FLY OVER ICELAND, Fiskislóð 43, 101 Reykjavík

Verð:  Frítt fyrir meðlimi Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins og gesti þeirra, fyrir allt að tvo fullorðna og tvö börn. Aðrir fá 50% afslátt af miðaverði, sjá nánar í skráninghlekk hér að neðan.

Hægt er að ganga í Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins með því að úta á flipann gerast félagi. 

Vinsamlega skráðu þig á viðburðinn með því að smella hér

Kanadísk-íslenska viðskiptaráðið (CAIS)

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík