Þér er boðið á stofnfund Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins (CAIS) sem fer fram fimmtudaginn 20. mars kl. 17 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík.
Markmið ráðsins verður að efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Kanada og Íslands, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar og viðskipta.
Í samræmi við markmið ráðsins mun ráðið m.a. vinna að eftirfarandi:
- Skipuleggja fundi og ráðstefnur er varða almenn málefni milli landanna tveggja.
- Skipuleggja heimsóknir aðila í viðskiptalífinu til beggja landa, t.d. viðskiptasendinefndir.
- Standa vörð um viðskiptatengda hagsmuni félaga sinna gagnvart kanadískum og íslenskum yfirvöldum.
Til þess að verða stofnfélagi að CAIS er hægt að skrá einstaklinga og fyrirtæki í aðild að ráðinu, vinsamlega ýttu á rauða hnappinn hér fyrir neðan eða skráðu þig hér: www.cais.is
Dagskrá fundarins er:
- Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada opnar fundinn.
- Ársæll Harðarson, formaður stjórnar Millilandaráðanna
- Kosning fundarstjóra og ritara fundarins
- Kosning stjórnar
- Kosning formanns stjórnar
- Samþykktir
- Ákvörðun árgjalda
- Stofnun Kanadísk-íslenska viðskiptaráðsins
- Jenny Hill, sendiherra Kanada á Íslandi ávarpar fundinn.
Að dagskrá lokinni býður kanadíska sendiráðið gestum upp á léttar veitingar
Skráning hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdAApk6T0HUmKEy5Z2tNiyoWRddfKDkhGx5S68tdBVS48EN2Q/viewform