Árlegt golfmót Bresk-íslenska viðskiptaráðsins fer fram 9. maí 2025. Líkt og undanfarin ár mun mótið fara fram á einum af virtustu golfvöllum Bretlands, The Grove en völlurinn er vel staðsettur, aðeins 30 mínútna akstur frá miðborg London og 20 mínútur frá Heathrow flugvelli, og býður upp á fullkomna aðstöðu fyrir frábæran golfdag.
Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Verð fyrir eitt holl er GBP 1.600 og inni í því er einn golfhringur fyrir fjóra, 2 golfbílar, aðgangur að æfingasvæði, hádegissnarl og þriggja rétta kvöldverður.
Fyrir frekari upplýsingar eða til að tryggja þér þátttöku, vinsamlegast hafið samband við Stellu Stefánsdóttur: stella@chamber.is.