Sendinefnd til Madrid í samstarfi við Íslandsstofu og Sendiráð Íslands í París

Dagana 12. og 13. nóvember efnir Spænsk-íslenska viðskiptaráðið til viðskiptasendinefndar til Madrídar, höfuðborgar Spánar. Ferðin er farin í samstarfi við Íslandsstofu og Sendiráð Íslands í Frakklandi og á Spáni.

Í boði verður áhugaverð 2ja daga dagskrá þar sem heimsótt verða fyrirtæki í tækni-, fæðu- og fjármálageirunum í Madrid. T.d. heimsækjum við höfuðstöðvar Amazon í Evrópu, Amazon Web Services, einnig verður farið til Earnst and Young þar sem við fáum að upplifa og kynnast EY Wavespace flaggskipsmiðstöðinni þeirra.

Þá munum við heimsækja dótturfyrirtæki Iceland Seafood, Ahumados Dominguez, inni í verslunarmiðstöðinni El Corté Inglés, en Ahumados Dominguez selur sjávarfang og er með verslanir í El Corte Inglés á mörgum stöðum á Spáni.

Hluti af dagskránni verður vegleg kvöldstund þar sem Íslandsstofa, íslenska sendiráðið í París og á Spáni, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, munu taka þátt í að kynna íslenska ferðaþjónustu, mat og menningu. Á viðburðinum verður lykilfólk í spænsku viðskiptalífi, fjölmiðlum og stofnunum viðstatt.

Ekki missa af tækifæri til þess að kynnast nýrri hlið á heimsborginni Madrid!

Sjá nánari dagskrá með því að smella hér (Birt með fyrirvara um breytingar)

Kostnaður við þátttöku í dagskránni er 30.000kr.

Innifalið í þátttökugjaldi er dagskrá, máltiðir á meðan dagskrá stendur og annað sem fellur til við dagskrárhluta og undirbúning þeirra. Notast verður við leigubíla til að koma þáttakendum á milli staða en hægt er að ganga á milli sumra heimsókna. Þáttakendur greiða kostnað við akstur sjálfir.

Þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og hótel. Við mælum með því að panta gistingu í Salamanca hverfinu í miðborg Madridar.

Stjórn SPÍS hefur bókað sín herbergi á H10 Puerta de Alcalá hótelinu.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Arna á skrifstofu millilandaráðanna á netfanginu kristin@chamber.is

Skráðu þig í sendinefndina með því að smella hér.

Takmarkaður fjöldi plássa er fyrir þessa sendinefnd og því hvetjum við fólk til að taka frá sæti sem fyrst.

Flugsamgöngur frá Íslandi til Spánar eru vægast sagt mjög góðar en það er flogið beint frá Keflavík til 7 spænskra áfangastaða  á meginlandinu og Kanaríeyjum. Þar af eru 3 flugfélög sem fljúga beint til Madrídar. Spánn er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands en 56% af heildarutanríkisviðskiptum voru við Spán árið 2022.

Madrídarborg leiðir atvinnusköpun á Spáni og þar var eitt af hverjum fjórum nýjum störfum skapað á síðasta ári. Starfandi íbúar borgarinnar eru nú yfir 3,6 milljónir manna. Þar af eru um 260.000 starfsmenn helgaðir tæknigeiranum, sem samsvarar 32% af heildarfjölda á Spáni. Það er engin furða að mörg stærstu fyrirtæki í heimi hafa valið Madrid sem staðsetningu fyrir Evrópuhöfuðstöðvar sínar en hún er vel staðsett hvað varðar samgöngur og flutninga, end starfsumhverfið er fjölþjóðlegt (26% starfandi íbúa eru erlendir) og menntunarstig er mjög hátt en það eru 19 háskólar í borginni.

Launakostnaður á Spáni er 24,6 evrur á klukkustund, sem er 20% lægra en meðaltal ESB (31,8 evrur). Lágmarkslaun eru 1.134 evrur á mánuði (14 greiðslur) og meðallaunakostnaður er 2.359,38 evrur.

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100