Viðskiptasendinefnd til Færeyja undir forystu utanríkisráðherra

 

Dagana 19. til 21. ágúst leiðir utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, viðskiptasendinefnd Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins í Færeyjum.

í boði er afar áhugaverð dagskrá þar sem heimsótt verða fyrirtæki og stofnanir í sjávarútvegi, grænni orku, ferðaþjónustu og stafrænni þróun.

Sendinefndin mun eiga fund með Høgna Hoydal utanríkis- og atvinnuvegaráðherra Færeyja.

Aðalræðismaður Íslands i Færeyjum mun bjóða sendinefndinni í móttöku í embættisbústaðnum ásamt lykilfólki úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni í Færeyjum.

Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um dagskrá HÉR.

 

Kostnaður við þátttöku í viðskiptasendinefndinni mun liggja fyrir um mánaðarmótin júní/júlí. Innifalið í þátttökugjaldi verður akstur sem tekur mið af dagskrá, máltiðum á meðan dagskrá stendur og annað sem fellur til við dagskrárhluta og undirbúning þeirra.

Vinsamlega athugið að þátttakendur bóka eigið flug eftir hentugleika og gistingu. Búið er að taka frá takmarkaðan fjölda herbergja á hóteli í Þórshöfn fyrir þátttakendur.

Rétt er að nefna að takmarkaður fjöldi þátttakenda getur tekið þátt í  sendinefndinni. Hægt er að taka frá sæti með því skrá sig hér.

Nánari upplýsingar veitir Stella Stefánsdóttir (stella@chamber.is) og skrifstofa Millilandaráðanna (bilateral@chamber.is).

 

Það er hægt að gerast félagi í Færeysk-íslenska viðskiptaráðinu með því að skrá sig hér.

Við vekjum athygli á að gjald fyrir ársaðild er aðeins:

Einstaklingar:    15.000 ISK

Fyrirtæki (færri en 50 starfsmenn):    30.000 ISK

Stærri fyrirtæki ( fleiri en 50 starfsmenn):    60.000 ISK