Morgunverðarfundur AMÍS um forsetakosningarnar þann 16.maí

Byrjið daginn á amerískum morgunverði og líflegu spjalli um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á Mathúsi Garðabæjar fimmtudaginn 16. maí.
Mikil spenna ríkir í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í haust.
AMÍS boðar til morgunverðarfundar fimmtudaginn 16. maí með tveimur góðum sérfræðingum, Friðjóni R. Friðjónssyni, borgarfulltrúa og Thelmu Christel Kristjánsdóttur, lögmanni hjá BBA/Fjeldco, til að spjalla um forsetakosningarnar og frambjóðendurna.
Friðjón mun rýna í stöðuna, frambjóðendurna, áhrif þeirra á bandarískt samfélag og ekki síst forystuhlutverk Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. Þá mun Thelma spjalla um möguleg áhrif lögsókna á frambjóðendur.
Húsið opnar kl. 8:00 með amerísku morgunverðahlaðborði að hætti Mathússins. Dagskrá hefst kl. 8:30 og fundi lýkur kl. 9:30.
Verð fyrir morgunverðinn er 2.900 kr. og greiðist á staðnum.
Matseðillinn:
Eggjahræra, beikon, pönnukökur með sírópi, stökkt smælki, morgunverðarpylsa, ferskir ávextir, nýbakað súrdeigsbrauð með smjöri og heimalöguðu hummus og pestó.
Drykkir: Appelsínu- og epla safi, kaffi.
Eftirréttur: Eplakaka- og brownie bitar með karamellusósu.
Opið verður fyrir skráningar á fundinn til hádegis þriðjudaginn 14. maí. Eftir það er skráning bindandi.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100