N.Y. steikarkvöld Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins 2024

Í gegnum árin hefur öllu verið tjaldað til á steikarkvöldi AMIS og að þessu sinni verður engin undantekning á! 

Steikarkvöldverður AMÍS er kjörinn vettvangur til þess að bjóða viðskiptavinum/samstarfsfólki uppá glæsilega kvöldstund með amerísku ívafi.

Dagskrá kvöldsins verður ekki af verri endanum en fram koma m.a. Una Torfa, Prettyboitjokko, skemmtilegur leynigestur og sjálf Stjórnin með þau Siggu Beinteins og Grétar Örvars fremst í flokki mun leika fyrir dansi. Kynnir kvöldsins verður fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir.

Kvöldið hefst kl. 19:00 með fordrykk í boði Ölgerðarinnar. Því næst verður gengið inn í aðalsalinn þar sem gestir fá að njóta alls þess besta sem Hilton Reykjavík Nordica hefur upp á að bjóða í mat og drykk. 

MATSEÐIL KVÖLDSINS ER HÆGT AÐ SJÁ HÉR

Á steikarkvöldi AMIS komast alltaf færri að en vilja og nú þegar hefur yfir helmingur borða verið seldur í forsölu. Þess vegna hvetjum við þig til að bóka borð fyrir þitt fólk strax í dag!

Miðaverð: 22.900 kr.

Athugið: Einungis eru seld heil borð en ekki stakir miðar. Aðeins félagsmenn í AMIS geta bókað borð. Borðapantanir eru staðfestar með greiðslu og fást ekki endurgreiddar. Vinsamlegast pantið borð með því að senda tölvupóst á anitao@icehotels.is

 

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100