IACC og GLÍS héldu fjölmennan fundur um námuvinnslu á Grænlandi
Þriðjudaginn 9.febrúar efndu Viðskiptaráð Norðurslóða og Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið til hádegisfundar um námuvinnslu á Grænlandi í Húsi atvinnulífsins. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, ræddi um stefnu og vegferð Amaroq og námuvinnslu félagsins á nokkrum stöðum á Grænlandi. Fundarstjóri var Heiðar Guðjónsson formaður Viðskiptaráðs Norðurslóða.
Amaroq Minerals er af mörgum talið hafa sýnt fram á sjaldséðan árangur í námuvinnslu. Á fundinum var m.a. rætt um vegferð Amaroq, mikilvægi námuvinnslu á Grænlandi og ástæður eftirspurnar eftir sjaldgæfum málmum. Fundurinn var vel sóttur og í lok fundarins svaraði Eldur spurningum fundargesta.
Fleiri myndir frá viðburðinum má sjá á Facebook síðum IACC og GLÍS eða með því að smella hér.