Hátíðarkvöldverður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins þann 14.mars

 

Komdu og fagnaðu hækkandi sól og kitlaðu bragðlaukana með Fransk-Íslenska viðskiptaráðinu þann 14.mars!

Fransk-íslenska viðskiptaráðið býður til hátíðarkvöldverðar á Hótel Holti fimmtudaginn 14.mars kl 19:30.

Kvöldið byrjar með því að franski sendiherrann á Íslandi, Guillaume Bazard, býður gestum í fordrykk í sendiráðsbústaðnum að Skálholtsstíg 6, kl. 18:00. Þaðan verður svo haldið á Holtið í Bergstaðastrætinu þar sem kokkar Holtsins munu reiða fram franskan hátíðarkvöldverð og Sigríður Thorlacius mun syngja ljúfa tóna fyrir gesti.

Skoða matseðil hér.

Miðaverð er 14.500 kr á mann fyrir kvöldið og hægt er að skrá sig með því að smella hér.

 Vinsamlegast athugið að skráning er bindandi.

Fransk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100