Góðar viðtökur í Costco heimsókn VÍ og BRÍS

Meðlimum Viðskiptaráðs Íslands og Bresk-íslenska viðskiptaráðsins var boðið í heimsókn til Costco Wholesale á Íslandi þann 5.mars síðastliðinn. Fulltrúar frá Costco í Bretlandi, þar á meðal innkaupastjórar, voru á staðnum  ásamt stjórnendum á Íslandi og kynntu þá þjónustu sem Costco býður uppá. Sólrún Hafþórsdóttir markaðsstjóri Costco á Íslandi bauð gesti velkomna og talaði m.a um þá þjónustu sem fyrirtækjum býðst hjá Costco ásamt þeim tækifærum sem liggja í því að selja vöru hjá þeim. Innkaupastjórar Costco í Bretlandi töluðu svo um innkaup fyrir íslenska vöruhúsið og minntust meðal annars á að það hefði komið þeim á óvart hversu sólgnir Íslendingar væru í poppkorn og súkkulaði! Að lokum var gestum boðið uppá að spyrja spurninga og njóta léttra veitinga.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið þakkar Costco kærlega fyrir góðar móttökur.

Fleiri myndir frá viðburðinum er hægt að sjá á facebook síðu Bresk-íslenska viðskiptaráðsins með því að smella hér.

 

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100