Takk fyrir komuna á hádegisfund DÍV með Boga Ágústssyni
Í dag bauð Dansk-íslenska viðskiptaráðið á Mathúsið í Garðabæ í ljúfengt smørrebrød og hádegisspjall Boga Ágústssonar um valdaskiptin í Danmörku.
Bogi fór um víðan völl og fyrir utan valdaskiptin, ræddi hann m.a. um hlutverk þjóðhöfðingja á Norðurlöndunum, viðtöl sem hann tók við Margréti Danadrottningu, stutt viðkynni af Friðriki konungi og Jóakim bróður hans, varnarmál á Norðurlöndunum og árin sem hann var fréttaritari í Kaupmannahöfn.
Ljóst er að talsverður áhugi er fyrir valdaskiptunum og var uppselt á viðburðinn. Stjórn Dansk-íslenska þakkar gestum fyrir komuna og Boga Ágústssyni fyrir einkar áhugavert spjall. Myndir frá viðburðinum eru á facebook síðu DÍV hér.
Hægt er að skrá sig í  Dansk-íslenska viðskiptaráðið hér: https://dansk-islenska.is/danska-umsokn/ 

Dansk-íslenska

viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100