VÍ og BRÍS boðið í heimsókn í Costco

 

Meðlimum Viðskiptaráðs Íslands og Bresk-íslenska viðskiptaráðsins er boðið í heimsókn til Costco Wholesale á Íslandi þann 5.mars næstkomandi kl. 17-19.

Fulltrúar frá Costco í Bretlandi, þar á meðal innkaupastjórar, verða á staðnum og munu ásamt stjórnendum á Íslandi gefa gestum innsýn í fyrirtækið Costco Wholesale og hið einstaka viðskiptamódel sem hefur gert þau að alþjóðlegum smásölurisa. Einnig kynna þau alla þá þjónustu sem Costco býður uppá.

Þetta verður frábært tækifæri til að tengjast fagfólki í verslun og skiptast á hugmyndum í afslöppuðu umhverfi.

Léttar veitingar í boði, 

Vinsamlegast skráðu þig með því að smella hér

Það er takmarkað pláss svo ekki missa af þessu spennandi tækifæri!

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100