Vel heppnuð sendinefnd hjá Þýsk-íslenska til München

Í byrjun vikunnar (15. -17.janúar) fór utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins til München. 

Hópurinn naut gestrisni þýskra fyrirtækja og fékk góðar móttökur í höfuðstöðvum BMW þar sem framtíðarsýn fyrirtækisins var kynnt og framleiðslulínan skoðuð.  Þá var sælkeraverslunarkeðjan, Frischeparadies, heimsótt en fyrirtækið rekur verslanir víðsvegar um Þýskaland og á Spáni. Frischeparadies er umsvifamikið í hótel- og veitingahúsageiranum og leggur áherslu á að kynna og selja ferskan fisk og sjávarfang frá Íslandi.

Hópurinn fékk líka kynningar frá BayStartUp, Munich Technology Center (MTZ), sprotarfyrirtækinu Baind og íslenska fyrirtækinu Katla Travel sem hefur haslað sér völí München. Einnig kynnti Viðskiptaráðið í München og Bæjaralandi efnahagshorfur og tækifæri í Bæjaralandi.

Utanríkisráðherra ræddi af þessu tilefni, m.a. um mikilvægi sölu á íslensku sjávarfangi í Þýskalandi og nýsköpunarumhverfi á Íslandi.

Í ferðinni var einnig farið á einn leik íslenska landsliðsins í handbolta. 

Um 50 einstaklingar úr íslensku og þýsku viðskiptalífi tóku þátt í dagskránni. Ferðin var afar vel heppnuð og nýttu margir þátttakendur ferðina til að efla tengslanet í München.

Fleiri myndir frá ferðinni er hægt að skoða á Facebook síðu Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins með því að smella hér.

 

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100