Nordic Drinks í London gekk vel
Á fimmtudaginn hittust meðlimir og vinir íslensku, dönsku, finnsku og norsku tvíhliða viðskiptaráðanna í Bretlandi í NORDIC DRINKS sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir.
Viðburðurinn heppnaðist vel og við nutum gestrisni 66°Norður í stórglæsilegri verslun þeirra á Regent Street í London. Kærar þakkir til Reyka Vodka, Og Natura, Einstök og IGW – Icelandic Glacial Water fyrir að útvega drykki fyrir viðburðinn.
Nordic Drinks er frábær viðburðir til að hitta norrænt viðskiptafólk í Bretlandi, kynnast nýju fólki og þróa viðskiptasambönd. Þessir viðburðir eru haldnir einu sinni í mánuði fyrir meðlimi THE NORDIC CHAMBERS í Bretlandi.


Til að skoða fleiri myndir frá viðburðinum heimsækið facebook síðu Bresk-íslenska viðskiptaráðsins hér.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100