Viðskiptadagur Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins í München í tengslum við EM í handbolta 2024

Skráning með því að smella hér

 

Í tilefni af EM í handbolta í Þýskalandi býður Þýsk-íslenska viðskiptaráðið félagsmönnum að taka þátt í viðskiptadegi í München mánudaginn 15. janúar 2024. Þetta er gott tækifæri til að kynnast þessum mikilvæga markaði sem telur um 83 milljónir neytenda.

Á viðskiptadeginum verða áhugaverð fyrirtæki í München heimsótt, auk þess sem þátttakendur fá kynningu á stöðu efnahagsmála í Þýskalandi og heyra reynslusögur íslenskra fyrirtækja sem hafa haslað sér völl í München. Loks verður haldinn töflufundur með fyrrverandi landsliðsmönnum um stöðu íslenska landsliðsins á EM.

Þriðjudaginn 16. janúar, bjóðast hópnum VIP miðar á landsleik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta, en þetta er þriðji og síðasti leikur liðsins í riðli Íslands sem fer fram í München.

Tveir möguleikar eru í boði:

  1. Að taka þátt í viðskiptadeginum þann 15. janúar ásamt því að fá VIP miða á landsleik Íslands og Ungverjalands í handbolta þann 16. janúar 2024Þátttökugjald kr. 109.000 fyrir ÞÍV félaga. Innifalið er þátttaka í viðskiptadeginum 15. janúar (fyrirtækjaheimsóknir, hádegisverður, kvöldverður, akstur sem tekur mið af dagskránni) og VIP miði á landsleik 16. janúar.

  2. Að taka eingöngu þátt í viðskiptadeginum þann 15. janúar. Hentar t.d. þeim sem eiga nú þegar eiga miða á landsleikinn.

     Þátttökugjald kr. 59.000 fyrir ÞÍV félaga. Innifalið er þátttaka í viðskiptadeginum 15. janúar (fyrirtækjaheimsóknir, hádegisverður, kvöldverður, akstur sem tekur mið af dagskránni).

Vinsamlega veitið því athygli að hver og einn bókar sitt flug og hótel.

 

 

 

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100