Berglind nýr formaður FRÍS / Berglind voted new chairman of FRÍS

Berglind Guðmundsdóttir var kosin formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins á aðalfundi þann 21.september 2023. Berglind er héraðsdómslögmaður og forstöðumaður lögfræðisviðs Alvotech sem og regluvörður félagsins. Berglind hefur verið í stjórn FRÍS frá árinu 2021 en hún tekur við formennsku af fráfarandi formanni Baldvini Birni Haraldssyni. Stjórn FRÍS og Millilandaráðin þakka Baldvini kærlega fyrir óeigingjörn störf í þágu ráðanna í áraraðir. Um leið hlökkum við til frekara samstarfs með Berglindi.

English:

Berglind Guðmundsdóttir was elected chairman of the French-Icelandic Chamber of Commerce at the general meeting September 21, 2023. Berglind is a district court attorney and director of Alvotech's legal department as well as the company's compliance officer. She has been a board member of FRÍS since 2021 and takes over from outgoing chairman Baldvin Björn Haraldsson. The board of directors of FRÍS and the International Chamber of Commerce in Iceland thank him very much for his selfless work in the interests of the councils over the years. At the same time, we look forward to our cooperation with Berglind.