Ráðstefna fyrir íslensk fyrirtæki í franska þinginu

Sex ís­lensk upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæki taka þátt í ráðstefnu í franska þing­inu 29. sept­em­ber nk. Mark­miðið er að leiða sam­an op­in­bera aðila frá Frakklandi og Íslandi og fyr­ir­tæki frá lönd­un­um tveim­ur sem sér­hæfa sig í hug­búnaðarlausn­um fyr­ir op­in­bera geir­ann.

Pat­rick Sig­urðsson vara­formaður Fransk-ís­lenska viðskiptaráðsins (FRÍS) seg­ir Frakka vilja læra af Íslend­ing­um. Við séum kom­in mun lengra en Frakk­ar í staf­væðingu op­in­berr­ar þjón­ustu. Pat­rick von­ast til að viðskipta­sam­bönd verði til milli ís­lenskra og franskra fyr­ir­tækja á fund­in­um.

Auk franskra fyr­ir­tækja verða þing­menn og ráðherr­ar viðstadd­ir fund­inn og ýms­ir aðrir úr stjórn­kerf­inu. Unn­ur Orra­dott­ir Ramette sendi­herra tek­ur einnig til máls. Íslensku fyr­ir­tæk­in eru Origo, Aranja, And­es, Júní, Hugs­miðjan og Norda. Auk þess mun full­trúi Sta­f­ræns Íslands taka þátt.

Morgunblaðið birti frétt um ráðstefnuna Digitalization of the Public Sector

Fransk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100