Skemmtileg heimsókn til Qair Iceland

FRIS þakkar fyrir gott hádegisverðarboð hjá Qair Iceland þar sem Friðjón Þórðarson og Tryggvi Þór Herbertsson kynntu fyrirtækið og starfsemi þess. Við fengum innsýn í þau verkefni sem eru á döfinni hjá Qair í framleiðslu rafmagns og vetnis með endurnýjanlegum orkugjöfum. Eftir kynninguna gafst svo tími til spjalls og spurninga hjá áhugasömum gestunum yfir dýrindis smurbrauði.

Takk fyrir okkur Qair!

Fransk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100