Norðurlöndin með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands

Milliríkjaviðskipti Íslands við Danmörku, Noreg og Svíþjóð voru til umræðu á morgunfundi í Húsi atvinnulífsins í gærmorgun. Að fundinum stóðu Dansk-íslenska viðskiptaráðið, Norsk-íslenska viðskiptaráðið og Sænsk-íslenska viðskiptaráðið í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og utanríkisráðuneytið. 

Á fundinum kynnti Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, greiningu á viðskiptum Íslands við Danmörku, Noreg og Svíþjóð þar sem áhersla var lögð á viðskipti, fólksflutninga og fjárfestingu. Helstu niðurstöður eru m.a. að: 

Danmörk, Noregur og Svíþjóð stóðu undir 13,9% af heildarutanríkisverslun Íslands árið 2021. Þá voru vöruviðskipti alls 247 ma. og þjónustuviðskipti alls 115 ma. sama ár. 

Löndin þrjú raða sér í 5. -  10. sæti í heildarutanríkisverslun eftir löndum og eru því með mikilvægari viðskiptalöndum Íslands. 

Á árunum 2001 – 2021 stóðu löndin þrjú undir 15,6% af heildar erlendri fjárfestingu hér á landi. 

Gestir fundarins voru meðal annars aðildarfélagar Viðskiptaráðs og millilandaráðanna auk annarra áhugasamra einstaklinga um milliríkjaviðskipti Íslands og Skandinavíu. Á fundinum kynntu einnig fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlegar breytingar í viðskiptasamningum og helstu áherslum í þeim efnum. 

Greiningu Viðskiptaráðs á milliríkjaviðskiptum Íslands, Danmerku, Noregs og Svíþjóðar má finna hér.  

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100