Vel heppnuð ferð til London

Bresk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins, stóð fyrir vel heppnaðri ferð til London dagana 5. og 6. október 2022. Yfirskrift ferðarinnar var "Health & Wellness" og voru þátttakendur í ferðinni fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sem framleiða heilsu- og snyrtivörur.

Eftirtalin fyrirtækin, sem öll eru félagar í Bresk-íslenska viðskiptaráðinu, tóku þátt:

Angan Skincare
ChitoCare (Primex)
Dropi
Eylíf
Feel Iceland
GeoSilica
Íslensk hollusta
Lýsi
Saga Natura
Sóley Organics 

Fulltrúar hinna íslensku fyrirtækja kynntu vörur sínar og starfsemi fyrir erlendum fjárfestum og smásöluaðilum á breskum markaði. Hópurinn heimsótti Pantechnicon London, John Bell & Croyden, Selfridges og Lundúnaskrifstofu Alvogen.

Nánar má lesa um ferðina á vef Viðskiptaráðs Íslands. Myndir frá ferðinni má finna hér.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100