Viðskiptasendinefnd til Nuuk með utanríkisráðherra

HVENÆR:
26.-28. APRÍL

HVAR:
NUUK

HVERJIR:
Félagsmenn GLIS

HÉR er hægt að gerast félagi GLIS.

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Nuuk á Grænlandi í samstarfi við Aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi og Íslandsstofu. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fræðast um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem og viðskiptatækifæri á Grænlandi. 

Í ferðinni munum við heimsækja áhugaverð fyrirtæki og stofnanir sem starfa í ferðaþjónustu, flutningum, matvöru- og smásöluverslun sem og orkugeiranum. 

Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fer fyrir sendinefndinni.

Vinsamlega veitið því athygli að hver og einn er ábyrgur fyrir því að bóka sitt flug og gistingu, en í samstarfi við Icelandair og Hotel Hans Egede getum við hjá Grænlensk-íslenska boðið sérkjör. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Við höfum tekið frá gistingu á Hotel Hans Egede 26.-28. apríl.

Verð: 1.695 DKK pr. nótt auk skatta.

Hér að neðan er hægt að smella á hlekkinn og bóka herbergi en lokafrestur til að ganga frá herbergi er 1. mars n.k. Einnig er hægt að hringja í síma +299 34 80 00. Mikilvægt er að taka fram að verið sé að bóka herbergi vegna Greenland-Icelandic Chamber of Commerce.

Við höfum tekið frá sæti í flug með Icelandair til Nuuk

Verð: 138.840 kr.
26.4: RKV – GOH / FI111 / 12:45-14:05
28.4: GOH – RKV / FI112 / 14:50-20:10

Hér að neðan er hægt að smella á hlekkin og slá inn númer hópsins 1224 til að ganga frá kaupum á miða/sæti.

Staðfestingargjald er 15.000 kr. á sæti sem þarf að greiða fyrir 2. mars n.k.

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100