Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Alþjóðadagur viðskiptalífsins 2021: "Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?" - Greining á milliríkjaviðskiptum Íslands.

Hvar:
Opið streymi (smellið hér til að opna hlekk)

Hvenær:
8. desember 2021 klukkan 9:00 

Tungumál: 
Íslenska

Undirstaða velmegunar í samfélaginu er fólgin í umfangsmiklum viðskiptum við útlönd. Flest þekkja vel helstu útflutningsgreinar okkar og að við flytjum margt inn, en sjaldnar er skyggnst lengra og skoðað hverjir eru okkar helstu kaupendur og birgjar.

DAGSKRÁ FUNDARINS:
- Ávarp utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur
- Erindi hagfræðings Viðskiptaráðs, Konráðs S. Guðjónssonar
- Ávarp formanns alþjóðaviðskiptaráðanna, Baldvins Björns Haraldssonar

Alþjóðadagur viðskiptalífsins er haldinn af Alþjóðaviðskiptaráðunum í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Utanríkisráðuneytið. Að þessu sinni fer fundurinn fram í opnu streymi sökum gildandi samkomutakmarkana.Fundurinn hefst í beinni útsendingu kl. 9.