Hádegisverður með sendiherra

Íslenski hluti stjórnar Bresk-íslenska viðskiptaráðsins átti vinnufund með nýjum sendiherra Breta á Íslandi, frú Bryony Mathew þar sem m.a. var farið yfir þau verkefni sem eru á döfinni og þá samlegðarfleti sem hægt er að nýta. Verkefni innan sjálfbærni, grænnar orku sem og nýsköpunar njóta sérstakrar áherslu sendiráðsins, en auk þess verður áfram unnið að því að efla samskipti landanna á sviðum viðskipta, menntunar og menningar.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100