Aðalfundur Þýsk-íslenska 2020

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið boðar til aðalfundar þriðjudaginn 19. maí n.k. kl. 12:00-12:30 í Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Dagskrá fundarins verður í samræmi við IV kafla 3. gr. samþykkta ráðsins sem hér segir:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningar
  • Skýrsla endurskoðenda
  • Lausn stjórnar
  • Val stjórnar til tveggja ára
  • Val endurskoðanda
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Breyting á samþykktum ráðsins

Tillögur stjórnar ráðsins:

Stjórn ráðsins leggur til eftirfarandi breytingar á samþykktum ráðsins (breytingatillögur feitletraðar):

Ákvæði 5. (1) verði svohljóðandi:

Í stjórn eru níu (9) stjórnarmenn sem eru kosnir til tveggja ára á aðalfundi. Stefnt skal að því að sem mest jafnfræði ríki milli þýskra og íslenskra ríkisborgara varðandi fjölda stjórnarmanna hverju sinni. Í stjórn má ekki sitja nema einn fulltrúi hvers félagsaðila.

Grein  6. (1) verður eftirleiðis:

Aðalfund ber að halda í síðasta lagi í maí á ári hverju. Senda verður boð um aðalfund með minnst 2 vikna fyrirvara og þá með dagskrá. Auk þess á að halda að minnsta kosti einn stjórnarfund á árinu. Stjórnin getur boðað til aukafundar með að minnsta kosti 3 vikna fyrirvara.

Grein 6. (3) verður eftirleiðis:

  1.    Skýrsla stjórnar
  2.    Ársreikningur
  3.    Kosning stjórnarmanna
  4.    Kosning endurskoðanda/skoðunarmanna
  5.    Kynning á fjáragasáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda
  6.    Breytingar á samþykktum
  7.    Önnur mál

Ný grein 14 verði svohljóðandi, og fyrri grein 14 verður grein 15:


Úrsögn úr félaginu þarf að vera skrifleg og tekur gildi frá og með næstu áramótum eftir að hún berst. Úrsögn hefur ekki áhrif á skyldu til greiðslu árgjalds á yfirstandandi reikningsári.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér. 

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100