Vel heppnaður morgunfundur um aukna framleiðni og gæði í heilbrigðisþjónustu

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið var með opinn streymisfund 16. febrúar, kl. 9:00 en viðsnúningur í rekstri Karolinska sjúkrahússins undir forystu forstjórans Björns Zoëga hefur vakið athygli. Björn greindi frá því á fundinum hvaða aðferðum hefði verið beitt og útskýrði þá hvata sem unnið væri með til að auka framleiðni í rekstri sjúkrahúsa. Mörgum þykir athyglisvert að tekist hafi að skila rekstrarafgangi á Karolinska og bæta þjónustu samhliða því að fækka starfsfólki og stytta boðleiðir. Á síðustu árum hefur hins vegar framleiðni starfsfólks á íslenskum sjúkrahúsum minnkað en starfsmannakostnaður aukist.

Björn greindi frá því að 40% fjármagns spítalans sé breytilegt. Þar er stuðst við framleiðslumælikerfið DRG en samkvæmt því fær spítalinn borgað fyrir það sem hann gerir.

Árið 2017 nam rekstrartap Karolinska um 290 milljónum sænskra króna, árið eftir var hallinn 822 milljónir, árið 2019 nam rekstrartapið 1.867 milljónum sænskra króna, en í fyrra var spítalinn rekinn með 73 milljóna rekstrarhagnaði. Spítalinn hafði fengið fyrirmæli um að skila 54 milljónum sænskra króna í hagnað. Það tókst og gott betur en það. Björns Zoëga gegndi starfi forstjóra Landspítalans um tíma og er stjórnarmaður í Sænsk-íslenska viðskiptaráðinu.

Fundarstjóri var Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Hægt er að sjá myndir frá fundinum hér.

Hægt er að sjá upptökur af fundinum hér.

Umfjöllun:

mbl.is: Hægt að yfirfæra árangur Karolinska á Íslandi

mbl.is: Fjármögnun spítalans verði gagnsærri

vb.is: Handbremsubeygja við Hringbraut

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100