Nýting gervihnattamynda í þágu atvinnulífs og rannsókna

Norðurslóða viðskiptaráðið í samvinnu við Geimvísindastofnun Íslands og ICEYE bjóða til morgunfundar um hvernig hægt er að nýta SAR gervihnattagögn í reynd á Norðurslóðum. Fundurinn fer fram í streymi á ensku, þann 22. febrúar kl. 10:30 CET.

Farið verður fyrir þá kosti og þann hag sem hægt er að hafa af SAR gervihnattamyndum fyrir atvinnuvegi, rannsóknir og opinbera aðila á Norðurslóðum t.d. við eftirlit, björgun og í vísindaskyni. Einnig verður farið yfir praktísk dæmi um hvernig hægt er að nýta sérhæfð ICEYE SAR gervihnattargögn fyrir leiðandi verkefni á Íslandi til sjós og lands.

Vinsamlega skráið ykkur á fundinn hér.

Norðurslóðaviðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100