Skýrsla Grænlandsnefndar, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum

Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndarinnar mun gefa innsýn í efnið á opnun streymisfundi Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins, 18. febrúar, kl. 9:00, en nefndin forgangsraðar tíu tillögum til stefnumörkunar og leggur til að Grænland og Ísland geri með sér rammasamning um samstarfssvið í framtíðinni. 

Samtals eru tillögur nefndarinnar 99 talsins og fjalla um möguleika á auknu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og stofnana, einkageirans, frjálsra félagasamtaka, íþrótta, lista og menningar. Ásamt formanni skipuðu nefndina, Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttarr Guðlaugsson.

Að baki tillögum nefndarinnar er umfangsmikil og ítarleg greining á stöðu tvíhliða samskipta landanna auk þess sem litið er til breyttrar stöðu landanna vegna aukins áhuga stórveldanna á norðurslóðum. Einnig er viðamikil skoðun á helstu atvinnugreinum s.s. sjávarútvegi, ferðaþjónustu og námuvinnslu.

Dagskrá:

Opnun fundar:
Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson

Erindi:
Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar og fv. utanríkisráðherra

Umræður:
Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar
Árni Gunnarsson, formaður Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins
Guðjón S. Brjánsson, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins

Fundarstjóri: Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptráðs Íslands

Að fundinum standa auk Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins og Viðskiptaráðs Íslands, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, Rannsóknarsetur um norðurslóðir og Norræna Húsið.

Fundi er streymt hér

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100