Aukin framleiðni og gæði í heilbrigðisþjónustu. Má draga lærdóm af góðum árangri á Karolinska?

Árangur stjórnenda á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð hefur vakið mikla athygli þar í land. Björn Zöega, forstjóri sjúkrahússins og stjórnarmaður í Sænsk-íslenska viðskiptaráðinu ætlar að fjalla um viðsnúning í rekstri spítalans og þá hvata sem unnið er með til að auka framleiðni í rekstri sjúkrahúsa. Undir hans stjórn hefur náðst að skila rekstrarafgangi hjá Karolinska, samhliða því að veita aukna þjónustu með færra starfsfólki ásamt því að halda í starfsánægju.

Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið kynnti undir lok síðasta árs kom fram að framleiðni starfsfólks á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað undanfarin fimm ár, en starfsmannaskostnaður aukist á sama tíma og verður því áhugavert að heyra sýn Björns á framtíð sjúkrahúsa á Íslandi, en hann gegndi starfi forstjóra LSH um tíma.

FUNDARSTJÓRI:
Svanhildur Hólm Valsdóttir, Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Hvenær: 16.2.2021

Hvar: Streymi

Tungumál: Íslenska

Skráning fyrir hlekk á fundinn er hér

Lokað er fyrir skráningu kl. 12:00 þann 15. febrúar.

Sænsk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100