Flugvallaframkvæmdir á Grænlandi, næstu skref

Hr. Jens R Lauridsen, framkvæmdastjóri Kalaallit Airports Holding A/S fer yfir stöðuna á útboðinu en einnig framkvæmdirnar við flugvellina í Nuuk og Ilulissat með félagsmönnum Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins á streymisfundi þann 3. febrúar kl. 10:30. Fundurinn fer fram á ensku.

Kalaallit Airports, flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Um er að ræða endurtekningu á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll yfir fjárhagsramma verkefnisins.

Sú breyting er gerð frá útboðinu í fyrra að samhliða útboði flugbrautarinnar er einnig boðin út smíði flugvallabygginga, þar á meðal flugstöðvar og flugturns. Fyrirhuguð framkvæmd við flugvöll í Qaqortoq er hluti af stærstu byltingu í flugsamgöngum síðustu áratuga í Grænlandi en framkvæmdir eru nú þegar hafnar við lengingu flugbrautar í Nuuk og gerð nýrrar flugbrautar í Ilulissat en þær verða báðar 2.200 metra langar og eiga að vera tilbúnar haustið 2023.

Fundarstjóri er Árni Gunnarsson, formaður Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins.

Skráning á fundinn er hér.

Hlekkur verður sendur út til þátttakenda þann 3. febrúar.

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100