Bjórsmökkun í samstarfi við Kalda – Nordic Drinks

Það var sannarlega farið út fyrir hefðbundinn ramma þegar Bresk-íslenska viðskiptaráðið bauð félagsmönnum sínum og öðrum gestum upp á "Nordic Drink" bjórsmökkun í netheimum í samvinnu við Kalda þann 10. desember 2020 kl. 18:00-19:30. Viðburðurinn var unnin í samvinnu við Bruggsmiðjuna Kalda sem og viðskiptaráðin Norsk-breska, Finnsk-breska, Dansk-breska og Sænsk-breska.

Þorsteinn Ingi Ragnarsson, bruggmeistari sagði sögur af framleiðslu og þróun þeirra bjórtegunda sem voru til smökkunar (Jóla Kaldi, Jóla Kaldi Léttöl, Súkkulaði Porter og Kaldi Triple). Stefán Pálsson fór yfir sögu bjórs á Íslandi og mikilvægi hans í íslenskri menningu í stuttu og skemmtilegu máli.

Um 140 miðar seldust á viðburðinn sem tókst einstaklega vel og skemmtilegar umræður fóru fram meðal þátttakenda.

Myndir frá viðburðinum má skoða hér.

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100