Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands

Samstarf Eimskips við Royal Arctic Line hófst núna um miðjan júní. Með samstarfinu tengist Royal Arctic Line alþjóðlegu siglingakerfi Eimskips sem opnar möguleika fyrir grænlenska markaðinn, en nú verða vikulegar siglingar milli Íslands og Grænlands. 

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn þann 23. júní 2020 kl. 12:00-13:00 í Borgartúni 35, 1. hæð - Hylur.

Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og Björn Einarsson, framkvæmdastjóri Sölu- og viðskiptastýringar Eimskips munu fara yfir tíðni ferða og leiðarkerfi ásamt þeim tækifærum sem skapast til aukinna viðskipta milli landanna. 

Fundarstjóri er Árni Gunnarsson, formaður Grænlensk-Íslenska viðskiptaráðsins.

Opinn fundur. Vinsamlega skráið þátttöku ykkar hér.

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100