Aðalfundur Dansk-íslenska 2020

Dansk-íslenska viðskiptaráðið boðar til aðalfundar föstudaginn 22. maí 2020 n.k. í Borgartún 35, kl. 9:00.

Dagskrá aðalfundar verður í samræmi við 12. gr. samþykkta félagsins sem hér segir:

  1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningar
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning stjórnar a. formanns b. annarra stjórnarmanna sbr. 5. gr.
  6. Kosning tveggja endurskoðenda
  7. Ákvörðun um félagsgjöld
  8. Önnur mál

Stjórnin leggur til eftirfarandi breytingu á samþykktum ráðsins.

4.grein verði svohljóðandi:

Starfsemi félagsins er fjármögnuð með félagsgjöldum, sem ákveðin eru af aðalfundi og fenginni tillögu stjórnar, svo og annarri starfsemi sem fram fer á vegum félagsins. Aðalfundur velur úr sínum hópi tvo endurskoðendur til að fara yfir og árita reikninga félagsins. Fjárhagsár félagsins er 1.1.-31.12.

Úrsögn úr félaginu þarf að vera skrifleg og tekur gildi frá og með næstu áramótum eftir að hún berst. Úrsögn breytir engu um skyldu til greiðslu árgjalds á yfirstandandi reikningsári.

5.gr. verði svohljóðandi:

Stjórn félagsins skipa mest 13 menn, kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega. Stjórn skal tilnefna framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á daglegum störfum ráðsins.

Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

Dansk-íslenska

viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100