Leyfi til sölu á matvælum á Rússlandsmarkaði

Rússnesk-íslenska viðskiptaráðið í samvinnu við MAST boðar til morgunfundar föstudaginn 6. mars n.k. kl. 8:30-10:00 í Borgartúni 35.

Tilefni fundarins er fyrirhuguð heimsókn frá Matvælastofnun Rússlands til úttektar á starfsemi þeirra fyrirtækja sem hafa leyfi til útflutnings á markaði tollabandalags EAEU.

Dagskrá:

- Jón Ágúst Gunnlaugsson, fagsviðsstjóri MAST.

Úttektir á matvælafyrirtækjum fyrir Tollabandalagið - EAEU.

- Mikhael G. Zenin, viðskiptafulltrúi í sendiráði Rússlands á Íslandi.

Gæðakröfur Matvælastofnunar Rússlands inn á EAEU.

- Mikhail Timofeev, viðskiptastjóri Lýsi.

Reynslusaga við úttektarferlið.

Fundarstjóri er Tanya Zharov, varaformaður Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins.

Fundurinn er fyrir félagsmenn og þau fyrirtæki sem málið varða, en gestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig á fundinn hér.