Danska leiðin – hin lífræna leið

Dansk-íslenska viðskiptaráðið efnir til morgunfundar fimmtudaginn 19. mars kl. 9:00-11:00 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Fjallað verður um dönsku leiðina í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á lífrænum matvörum. Danmörk var fyrsta landið í heiminum sem innleiddi í lög eftirlit með lífrænum matvörum árið 1987, Ø-merkið. Í dag eru vörur sem bera Ø-merkið virtar og vinsælar meðal danskra neytenda og það vörumerki sem Danir þekkja hvað mest.

Pernille Bundgard frá Organic Denmark segir okkur frá því hvernig danska leiðin gerði Danmörk að leiðandi þjóð á lífræna matvörumarkaðnum. Einnig fjallar hún um aðferðafræðina sem liggur að baki dönsku leiðarinnar og hvaða áhrif danska Ø-kynslóðin hefur.

Boðið verður upp á danskar lífrænar vörur frá Mols Organic og Naturfrisk.

Vinsamlegast skráið þátttöku á viburðinn hér.

Dansk-íslenska

viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100