Viðskiptasendinefnd til Rússlands

Í lok nóvember mun utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson fara í opinbera heimsókn til Rússlands. Átta ár eru frá því að slík heimsókn var farin síðast, og af því tilefni mun undanríkisráðuneytið, Íslandsstofa og Rússnesk-íslenska viðskiptaráðið skipuleggja ferð viðskiptasendinefndar dagana 25.-26. nóvember.

Megináhersla dagskrár viðskiptanefndarinnar verður að efla og styrkja viðskipt við Rússland, bæði með því að rækta núverandi viðskiptatengsl sem og með því að líta til nýrra tækifæra. Mánudaginn 25. nóvember mun viðskiptasendinefnd vera boðið að heimsækja nýsköpunarstofnun Rússlands, Skolkovo, í útjaðri Moskvu og kynna sér starfsemi hennar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Skolkovo stofnunin undirrituðu viljayfirlýsingu 23. október sl. um samstarf á sviði rannsókna og aðstoðar við sprota- og frumkvöðlafyrirtæki á Íslandi og í Rússlandi. Þriðjudaginn 26. nóvember verður sérstakur viðburður í sendiráði Íslands í Moskvu með utanríkisráðherra þar sem fulltrúum fyrirtækja gefst kostur á að kynna sig.

Frekari upplýsingar um endanlega dagskrá verða sendar á skráða þátttakendur um leið og þær liggja fyrir, en hægt er að skrá sig í ferðina hér: https://www.islandsstofa.is/.../vidskiptasendinefnd-til...