Alþjóðadagur viðskiptalífsins 11.11.2019

Alþjóðadagur viðskiptalífsins fór fram í fyrst sinn þann 11. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica en fyrir um ári formgerðu Alþjóða viðskiptaráðin og utanríkisráðuneytið áralangt samstarf sín í milli. Eitt af samstarfsverkefnunum var að standa fyrir ráðstefnu sem þessari og það er ánægjulegt að hafa fengið til liðs við sig sem bakhjarl KPMG og stuðning Viðskiptaráðs Íslands, þar sem millilandaráðin eiga heimilisfesti.

Alþjóða viðskiptaráðin eru fimmtán og starfa hvert um sig sjálfstætt, með sína stjórn og sína félagsmenn.

Með sameiginlegri ráðstefnu sem þessari, gefst tækifæri til að skoða sameiginlega þær áskoranir sem viðskiptalífið stendur frammi fyrir með tæknibreytingum framtíðarinnar og ekki síður þeim tækifærum sem felast í gervigreind til að gera fyrirtæki og þjónustu enn betri.

Til að gæta fullkomins hlutleysis milli allra fimmtán millilandaráðanna fengum við til okkar Hollendinginn Richard von Hooijdonk, en ekkert Hollenskt-íslenskt viðskiptaráð er starfandi hérlendis en auk hans voru Guðmund Hafsteinsson og Steinþór Pálson með erindi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra opnaði ráðstefnuna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lokaði ráðstefnunni. Fundarstjóri var Eliza Reid.

Myndir frá viðburðinum má finna hér.