Ísland á Ólympíuleikunum í Tókýó

Ísland verður virkur þátttakandi á Ólympíuleikunum og Paralympics sem fram fara í Tókýó á næsta ári. Með þátttöku Íslands á leikunum gefst íslenskum fyrirtækjum einstakt tækifæri á að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir fyrirtækjum og neytendum í Japan. Enn eru möguleikar á að bætast í hóp fyrirtækja sem standa að baki íslensku þátttakendunum á Ólympíuleikunum og eru formlegir meðlimir í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ.

Endanlegur fjöldi íslenskra þátttakenda ræðst ekki fyrr en á næsta ári.

Keppni á Ólympíuleikunum hefst 22. júlí, setningarathöfnin verður haldin þann 24. júlí, ráðgert er að keppni ljúki þann 7. ágúst og Ólympíuleikunum líkur 9. ágúst þegar öll verðlaun hafa verið afhent sigurvegurum.

Að Ólympíuleikunum loknum munu Paralympics hefjast þann 25. ágúst, keppni hefst daginn eftir, keppni lýkur 4. september og lokaathöfnin fer fram þann 6. september.

Umgjörð leikanna er öll hin veglegasta og vel skipulögð.

Japansk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100