Hringborð Norðurslóða

Japönsk þátttaka í Hringborði norðurslóða (Arctic Circle) er áberandi og vex. Þess er skemmst að minnast að fyrir um ári síðan kom hingað til lands utanríkisráðherra Japans, til þátttöku í Hringborði norðurslóða. Í ár er þátttaka Japana síst minni. Hæst ber koma sérstaks sendiherra Japans í norðurslóðamálum Mari Miyoshi sem ávarpar samkomuna fimmtudaginn 10. október í kjölfar ræðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur menntamálaráðherra Íslands klukkan 17:00. Á næsta ári munu Ísland og Japan sameiginlega halda þriðja ráðherrafund um vísindi á norðurslóðum í Tókýó. Þess utan er Japönsk þátttaka fyrirrferðamikil á dagskránni í 7 dagskráratriðum.

Norðurslóðaviðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100