Flugvallarverkefni á Grænlandi

Í október 2023 er stefnt að því að þrír flugvellir verði tilbúnir samtímis á Grænlandi þ.e. á Nuuk (2.200m), Ilulissat (2.200m) og Qaqortoq (1.500m).

Fimmtudaginn 10. janúar kl. 17:00 mun Jesper Nordskilde hjá Kalaallit Airports gefa innsýn í stöðu verkefnisins, en hlutverk Kalaalit Airports er að hafa umsjón með skipulagi, framkvæmd og rekstri flugvallanna.

Fundarstjóri er Árni Gunnarsson, formaður Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins.

Fundurinn fer fram í Borgartúni 35. 1. hæð - Hylur.

Tungumál fundarins er enska.

Hægt er að skrá sig á fundinn hér