Steikarkvöldverður 2018

Árlegur steikarkvöldverður fór fram 8. september og tókst með eindæmum vel, sem endranær. Sérstakur gestur var Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra og maki. Veislustjóri var Svanhildur Hólm og Logi Bergmann, en fram komu Eyþór Ingi og Geir Ólafsson. Stuðlabandið lék fyrir dansi ásamt gestasöngvaranum Eyþóri Inga. Ölgerð Egils Skallagrímssonar bauð upp á fordrykk að vanda og færir stjórnin þeim kærar þakkir fyrir að taka þátt í að gera þennan viðburð svo glæsilegan sem raun ber vitni.

Hægt er að skoða myndir frá kvöldinu hér.

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100