Einstakt tækifæri til að bjóða viðskiptavinum á tónleika í Tókýó

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í þriggja vikna tónleikaferð til Japans í nóvember og verða haldnir 12 tónleikar víðsvegar í Japan. Verður þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu. Stjórnandi ferðarinnar verður Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Einleikari verður japanski píanóleikarinn Nobuyuki Tsujii sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi.

Á efnisskrá verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rachmaninoff og Chopin og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rachmaninoff auk Jökulljóða eftir Þorkel Sigurbjörnsson.

Tvennir tónleikar verða haldnir í Tókýó:

  • 8. nóvember kl. 19:00 í Tokyo Opera City
  • 16. nóvember kl. 19:00 í Tokyo Metropolitan Theatre

Frábært tækifæri til þess að bjóða viðskiptavinum á tónleika.

Hér getur þú sótt um að kaupa miða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Tokyo.

Athugið: Takmarkaður miðafjöldi er í boði. Bókunin er með fyrirvara um að næg sæti séu til í salnum. Þér mun berast staðfesting á bókuninni innan fárra daga.

Japansk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100