Námur á Grænlandi

Eldur Ólafsson, forstjóri kanadíska námufyrirrækisins Alopex Gold, segir mikið af sjaldgæfum málmum að finna á Grænlandi. Ummerki um þá sé að finna á yfirborðinu, en stærsti hluti Grænlands sé undir jökli. Fyrirtæki hans hefur þrjú gullleitarleyfi. Eldur segir að bergið á Grænlandi sé með því elsta sem til sé á jörðinni. 

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið fjallaði á fundi fyrr í vikunni um nýafstaðnar kosningar á Grænlandi og breytingar sem gætu fylgt nýrri ríkisstjórn. Þar var meðal annars fjallað atvinnulíf og viðskipti á Grænlandi. Frummælendur um þau mál voru Karl Andreassen, forstjóri Ístaks og Eldur Ólafsson, forstjóri kanadíska námufyrirtækisins Alopex Gold.

Hafa unnið mikið á Grænlandi

Verktakafyrirtækið Ístak hefur í mörg unnið unnið mikið á Grænlandi og lauk nýlega hafnargerð í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Karl Andreassen segir gott að vinna á Grænlandi, Íslendingum sé vel tekið, en stjórnsýslan geti verið þyngri en á Íslandi. Fyrirtækið hafi þó lagað sig að þeim aðstæðum.

Með grænlenska nema

Karl segir að Ístak hafi þá stefnu að hafa sem flesta heimamenn í starfsliðinu. Þeir þjálfi upp Grænlendinga sem séu þá hæfir í önnur verkefni þegar vinnu þeirra fyrir Ístak lýkur.

Leita að gulli

Alopex Gold vonast til að geta hafið að nýju starfsemi í gullnámu á Suður-Grænlandi segir Eldur Ólafsson, forstjóri. Nú sé unnið að borun til að kortleggja hvernig gullæð liggir svo framleiðsla getið hafist. Eldur segir að gull, járn, úran og alls kyns sjaldgæfa málma að finna á Grænlandi. Mikið eigi enn eftir að rannsaka.

Gott lagaumhverfi

Eldur segir stjórnmálaflokka á Grænlandi hlynnta frekari rannsóknum og vinnslu jarðefna. Námulöggjöfin sé lík því sem þekkist í Svþjóð og Finnlandi, áhersla sé á félagslega þætti og umhverfið. Hann segir grænlenskt starfsfólk hafa reynst vel, en skortur sé á sérhæfðu fólki eins og rafvirkjum og vélfræðingum.

Hér má hlusta á viðtal við Eld Ólafsson, forstjóra kanadíska náumfyirtækisins Alopex Gold. 

Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100