BREXIT

Ársfundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins ber yfirskriftina BREXIT og fer fram á Grand Hótel 25. maí n.k., kl. 12:00.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra opnar fundinn og fjallar almennt um stöðu  BREXIT.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Bretlandi greinir frá hlutverki sendiráðsins í samningarviðræðunum.
Pétur Stefánsson, viðskiptafulltrúi í breska sendiráðinu fjallar um BREXIT frá sjónarhóli Breta.

Verð 3.900 kr.
Innifalið er Fiskur dagsins, te/kaffi

Vinsamlega skráði þátttöku til að hægt sé að áætla stærð salar og veitingar á fundinn

Fyrir fundinn eða kl. 11:00 fer fram Aðalfundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins og er dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins.

1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur
3. Kosning formanns og fjögurra stjórnarmeðlima
4. Kosning endurskoðanda
5. Kynning á fjárhgasáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda fyrir 1) einstaklinga, (2) lítil fyrirtæki og 3) stór fyrirtæki.
6. Breytingar á samþykktum
7. Önnur mál

Fyrir fundinum liggur breytingartillaga á samþykktum félagsins.

Stjórn

Bresk-íslenska viðskiptaráðið

Hús atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100