Aðalfundur AMÍS: lagabreytingar og framboð til stjórnar

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður til ársfundar með yfirskriftinni Stjórnendur í vanda, miðvikudaginn 16. maí n.k. kl. 16:00 í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Davia Temin, almannatengill og sérfræðingur á sviði orðspors- og krísustjórnunar mun deila með okkur reynslu sinni af störfum fyrir þekkt alþjóðleg fyrirtæki og leiðtoga þeirra. Davia hefur stundum verið kölluð forstjórahvíslarinn (CEO Whisperer), enda iðulega kölluð til þegar fyrirtæki lenda í krísum eða óvæntum uppákomum. Að loknu erindi Daviu Tamin mun Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs fara yfir greiningu á milliríkjaviðskiptum landanna.

Vegna takmarkaðs sætaframboðs er mikilvægt að skrá sig á fundinn hér.

Að fundi loknum býður sendiráð Bandaríkjanna gestum fundarins til móttöku að Laufásvegi 21, sem er í göngufæri við Hannesarholt. 

Við minnum á áður auglýstan aðalfund Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins sem haldinn verður miðvikudaginn 16. maí k. 15:30 í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík.

Dagskrá aðalfundarins verður í samræmi við 12. gr. samþykkta félagsins, sem hér segir:

1.       Skýrsla stjórnar
2.       Ársreikningur
3.       Kosning formanns
4.       Kosning stjórnarmanna
5.       Kosning endurskoðanda
6.       Kynning á fjáragasáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda
7.       Breytingar á samþykktum – breytingartillaga liggur fyrir
8.       Önnur mál

Stjórn ráðsins leggur til eina breytingu á 17. gr. samþykkta ráðsins sem lýtur að reikningsári félagsins.

17. gr. orðist eftirleiðis:
Reikningsár félagsins er frá 1. janúar – 31. desember ár hvert.

Í samræmi við 13 gr. samþykkta félagsins verður formaður kosinn á fundinum auk þriggja stjórnarmanna. Vakin er athygli á því að samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins skulu framboð til stjórnar tilkynnt til formanns eða framkvæmdastjóra a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund.

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér við kjör þeirra þriggja stjórnarmanna skv. 13. Grein samþykkta. Gylfi Sigfússon, Sigsteinn Grétarsson og Steinn Logi Björnsson.

Formaður félagsins, Birkir Hólm Guðnason gefur kost á sér til endurkjörs.

Samþykktir félagsins má nálgast hér

Stjórnin

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið

Húsi atvinnulífsins

Borgartúni 35, 5. hæð

105 Reykjavík

Hafa samband

bilateral@chamber.is

+354 510 7100