Fyrirlesari og sérlegur gestur á aðalfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins, AMÍS verður Davía Temin, almannatengill og sérfræðingur á sviði orðspors- og krísustjórnunar. Davía ætlar að deila með okkur reynslu sinni af störfum fyrir þekkt alþjóðleg fyrirtæki og leiðtoga þeirra, en hún hefur stundum verið kölluð forstjórahvíslarinn (CEO Whisperer), enda iðulega kölluð til þegar fyrirtæki lenda í krísum eða óvæntum uppákomum. Að erindi loknu mun Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs fara yfir greiningu á milliríkjaviðskiptum landanna.
Hægt er að skrá sig á fundinn hér